Ferill 1140. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2086  —  1140. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur um málsmeðferðartíma Útlendingastofnunar.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hver var meðalmálsmeðferðartími á umsóknum ríkisborgara Venesúela um alþjóðlega vernd, í efnismeðferð hjá Útlendingastofnun, sem ákvörðun var tekin í á tímabilunum:
     a.      1. nóvember 2022 til 30. apríl 2023,
     b.      1. ágúst 2022 til 31. október 2022,
     c.      1. janúar 2022 til 31. júlí 2022,
     d.      1. september 2021 til 31. desember 2021,
     e.      1. janúar 2020 til 31. ágúst 2021?


Tímabil Málsmeðferðartími í dögum Fjöldi afgreiddra umsókna
1.11.2022 – 30.4.2023 146 78
1.8.2022 – 31.10.2022 120 489
1.1.2022 – 31.7.2022 99 215
1.9.2021 – 31.12.2021 52 120
1.1.2020 – 31.8.2021 46 164